| Sf. Gutt

Fyrrum þjálfari orðinn landsliðsþjálfari


Steve Clarke fyrrum þjálfari Liverpool er orðinn landsliðsþjálfari Skotlands. Steve tók við skoska landsliðinu í maí og gildir samningur hans til 2022. 

Steve var ráðinn þjálfari Liverpool þegar Kenny Dalglish tók við sem framkvæmdastjóri af Roy Hodgson í janúar 2011. Hann vann hjá Liverpool þar til Kenny hætti sem framkvæmdastjóri í maí 2012. Hann var seinna stjóri hjá WBA, Reading og síðast hjá Kilmarnock í Skotlandi. 


Steve, sem spilaði með St Mirren og Chelsea, var áður skoskur landsliðsmaður og lék sex landsleiki. Steve bíður mikil vinna því skoska landsliðið hefur ekki verið sterkt síðustu árin. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan