| Sf. Gutt

Þrjár Þrennur!


Glasgow Celtic vann Þrennu í Skotlandi á síðustu leiktíð. Deild, bikar og Deildarbikar. Þetta var þriðja leiktíðin í röð sem Celtic vinnur allt sem hægt er að vinna í Skotlandi. Brendan Rodgers var framkvæmdastjóri þegar fyrstu tvær Þrennurnar unnust og hann var framkvæmdastjóri þegar Deildarbikarinn vannst á síðasta keppnistímabili. 


Brendan fékk þó ekki deildarsigurinn og bikartitil síðustu leiktíðar á afrekaskrá sína því hann yfirgaf Celtic í febrúar og tók við stjórn Leicester City. Neil Lennon tók við starfi Brendan og lauk við leiktíðina með því að vinna deildina og bikarkeppnina. Hann var áður framkvæmdastjóri Celtic frá 2010 til 2014. Þá vann Celtic deildina 2012, 2013 og 2014. Liðið vann bikarkeppnina 2011 og 2013 á fyrri valdatíma Neil. 

Nú er sjá hvort Steven Gerrard nær að stöðva sigurgöngu Celtic. Á morgun leiðir Steven Rangers til leiks á móti Celtic í úrslitaleik Deildarbikarsins. Það verður áhugavert að sjá hvernig lærisveinum Steven vegnar. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan