| Sf. Gutt

Divock verður ekki seldur


Talið er að Divock Origi verði áfram um kyrrt hjá Liverpool. Forráðamenn Liverpool vilja halda Belganum þó svo að hann geti farið á frjálsri sölu eftir ár. 

Divock Origi lék lykilhlutverk í því að Liverpool vann Meistaradeildina. Hann innsiglaði sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í úrslitaleiknum og skoraði tvö mörk þegar sigurinn ótrúlegi á Barcelona vannst. Hann er því hetja meðal stuðningsmanna Liverpool. Hann er vissulega á eftir þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino inn í framlínu Liverpool en hann býr yfir kostum sem þeir hafa ekki til að bera. 

Talið er að forráðamenn Liverpool vilji framlengja samninginn við Belgann en það kemur síðar í ljós hvort hann vill gera það. En næsta árið eru allar líkur á því að hann spili í búningi Liverpool. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan