| Sf. Gutt

Tvær landsliðskeppnir í sumar

Tvær landsliðskeppnir fara fram í sumar. Keppt verður í Afríkukeppninni og eins Suður Ameríkukeppninni. Liverpool á nokkra leikmenn í þessum keppnum. 

Afríkukeppnin fer fram í Egyptalandi og verður Mohamed Salah að sjálfsögðu í liði heimamanna. Sadio Mané er í liði Senegal. 

Alisson Becker og Roberto Firmino verða í liði Brasilíumanna sem taka þátt í Suður Ameríkukeppninni. Keppnin er haldin í Brasilíu. 

Heimsmeistarakeppni kvenna stendur nú yfir í Frakklandi. Liverpool á einn fulltrúa þar en Christie Murray er í liðshópi Skotlands.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan