| Sf. Gutt

Allar leiðir liggja til MadrídarSegja má að allar leiðir liggi til Madrídar. Að minnsta kosti hópast stuðningsmenn Liverpool þangað. Jürgen Klopp og föruneyti er komið til höfuðborgar Spánar. 

Stuðningsmenn Liverpool streyma til Spánar úr öllum heimshornum og það sama má segja um þá sem fylgja Tottenham Hotspur að málum. Eins og fram hefur komið fá stuðningsmenn liðanna aðeins rúmlega 16.000 miða í sinn hlut. En miklu fleiri hafa lagt leið sína til Madrídar í von um að fá miða þegar þangað kemur. Sumir telja að von sé á um 70.000 stuðningsmönnum liðanna til að verða vitni að Englandsorrustunni í höfuðborg Spánar. 

Liðshópur Liverpool og föruneyti flaug frá John Lennon flugvellinum í Liverpool fyrri partinn í dag. Síðdegis sat Jürgen Klopp fyrir svörum á blaðamannafundi og þegar búið var að spyrja hann spjörunum úr voru spurningar lagðar fyrir Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson. 

Naby Keita er eini leikmaður aðalliðsins sem ekki getur tekið þátt í úrslitaleiknum. Liðshópurinn sem er kominn til Madríd er þannig skipaður: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Kelleher, Lallana, Lovren, Mane, Matip, Mignolet, Milner, Moreno, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Sturridge, Van Dijk og Wijnaldum.


Leikmenn æfu á Metropolitano leikvanginum leikvanginum. Hiti hefur verið um 30 stig í Madríd og reiknað er með svipuðu hitastigi á morgun. 

Leikmenn Liverpool og Tottenham Hotspur ganga til hólmgöngu um Evrópubikarinn í Madríd annað kvöld klukkan sjö að íslenskum tíma. Vonandi gengur allt að óskum fyrir Rauða herinn þannig að afrekskrá félagsins telji sex Evrópubikara að leik loknum!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan