| Sf. Gutt

Naby Keita á batavegi


Naby Keita er á batavegi en ólíklegt er að hann verði orðinn leikfær fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Forráðamenn landsliðs Gíneu segja þó annað. Talsmaður þeirra segja að Naby verði hugsanlega tilbúinn í slaginn fyrir úrslitaleikinn. Forráðamenn Liverpool hafa dregið úr þessu þó svo að hann hafi farið með í æfingabúðirnar til Marbella. Talið er að Gíneu menn segi þetta vegna þess að þeir eru að vonast til að Naby verði orðinn leikfær fyrir Afrikukeppnina sem fer fram í Egyptalandi júní og júlí í sumar. Ljóst er að forráðamenn Liverpool vilja ekki flýta neinu í bataferlinu.


Naby lék vel á lokakaflanum á leiktíðinni þar til hann meiddist í fyrri leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni. Hann tognaði illa á nára og var fyrst talið að hann yrði tvo mánuði frá. Það yrði auðvitað gott ef Naby yrði leikfær fyrir úrslitaleikinn en mestu skiptir að hann verði búinn að ná sér fullkomlega áður en undirbúningstímabilið fyrir næstu leiktíð byrjar. 




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan