| Sf. Gutt

Liverpool á Wembley!


Liverpool komst á Wembley í dag! Þegar Manchester City tryggði sér FA bikarinn með 6:0 sigri á Watford fékk Liverpool um leið þátttökurétt í leikinn um Samfélagsskjöldinn á Wembley! 


Ástæðan er sú að Manchester City vann bæði deildina og FA bikarinn. Samkvæmt hefð leika Englandsmeistarar og FA bikarhafar saman um Skjöldinn. En þegar lið vinnur báða þessa titla fær liðið sem er í öðru sæti í deildinni keppnisrétt í leiknum. Liverpool mætir því Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldin sunnudaginn 4. ágúst!Það er mjög gleðilegt að fá sæti í þessum leik eftir alltof langt hlé en Liverpool vann Skjöldinn síðast 2006 þegar liðið lagði Chelsea 2:1 á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff. Liverpool hefur 15 sinnum unnið Skjöldinn, eða deilt honum með öðru félagi eftir jafntefli, í sögu félagsins og það er kominn tími á að vinna hann á nýjan leik! Þó ekki sé um einn af stærstu titlunum að ræða þá ekki spurning um að það skiptir máli að lengja afrekskrá félagsins!

Sem fyrr segir þá vann Manchester City bæði deildina og FA bikarinn á leiktíðinni. En liðið gerði gott betur. Það vann líka Deildarbikarinn og Skjöldinn. Aldrei áður í ensku knattspyrnunni hefur lið unnið alla titlana sem hægt er að vinna á Englandi á sama keppnistímabilinu. Þegar þetta er sagt er miðað við karlaflokk. Kvennalið Arsenal hefur afrekað það sama. Liverpool mætir því miklu afreksliði í ágúst! 

Manchester City tryggði sér Þrennuna með 6:0 sigri á Watford sem er jöfnun á stærsta sigri í úrslitaleik FA bikarsins. Bury vann Derby County 6:0 1903.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan