| Sf. Gutt

Af miðaúthlutun


Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer fram þann 1. júní á Metropolitano leikvanginum í Madríd. Enn og aftur verða stuðningsmenn úrslitaliðanna fyrir vonbrigðum. Liverpool og Tottenham Hotspur fá aðeins 16.613 miða í sinn hlut handa stuðningsmönnum sínum. Leikvangurinn rúmar 67.000 áhorfendur en á úrslitaleiknum verða 63.500 áhorfendur. Stór hluti miðanna fer til styrktaraðila og velunnara Knattspyrnusambands Evrópu. 

Ljóst er að Liverpool og Tottenham Hotspur hefðu getað selt mun fleiri miða. En eins og síðustu árin fá úrslitafélögin mun færri miða en eðlilegt gæti talist. Tekið skal fram að Liverpool klúbburinn á Íslandi fær enga miða á úrslitaleikinn. 

 

Metropolitano leikvangurinn er nýr heimavöllur Atletico Madrid. Liðið hefur notað leikvanginn síðustu tvær leiktíðir. Þetta verður í fimmta sinn sem úrslitaleikurinn um Evrópubikarinn fer fram í Madríd. 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan