| Sf. Gutt

Þrír leikmenn Liverpool tilnefndir

Þrír leikmenn Liverpool eru tilnenfndir í kjöri leikmannasamtaka. Tveir sem Leikmaður ársins og einn sem Besti ungi leikmaðurinn. 

Þeir Virgil van Dijk og Sadio Mané eru tilnenfndir í kjöri Leikmanns ársins. Mohamed Salah vann þetta kjör á síðasta keppnistímabili.


Þeir leikmenn Liverpool sem hafa unnið þetta kjör eru: Moahmed Salah (2017-18), Luis Suarez (2013-14), Steven Gerrard (2005-06), John Barnes (1987-88), Ian Rush (1983-84), Kenny Dalglish (1982-83) og Terry McDermott (1979-80).

Aðrir sem eru tilnefndir eru þeir Edin Hazard (Chelsea) og leikmenn Manchester City Sergio Aguero, Bernardo Silva og Raheem Sterling. 


Trent Alexander-Arnold er tilnefndur í kjöri sem Besti ungi leikmaðurinn. Aðrir tilnenfndir eru þeir David Brooks (Bournemouth), Marcus Rashford (Manchester United), Declan Rice (West Ham United) auk þeirra Bernardo og Raheem leikmanna Manchester City sem eru líka tilnefndir í hinu kjörinu. 


Þeir leikmmenn Liverpool sem hafa unnið þetta kjör eru: Steven Gerrard (2000-01), Michael Owen (1997-98), Robbie Fowler (1994-95) og (1995-96) og Ian Rush (1982-83).


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan