| Sf. Gutt

Liverpool mætir Barcelona!


Eins og allir vita þá mætir Liverpool Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildinnar. Búið er að dagsetja leikina. Fyrri leikurinn fer fram miðvikudaginn fyrsta maí á Camp Nou í Barcelona. Liðin mætast svo öðru sinni þriðjudaginn 7. maí á Anfield Road. Liverpool sló Porto úr leik í átta liða úrslitum en Barcelona sendi Manchester United út úr keppninni. 

Í hinum undanúrslitaleiknum leiða Ajax og Tottenham Hotspur saman hesta sína. Ajax sló Juventus út úr keppninni í átta liða úrslitum en Tottenham hafði betur gegn Manchester City. 

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á Estadio Metropolitano í Madríd. Leikvangurinn er nýr heimavöllur Atletico Madrid.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan