| Sf. Gutt

Nýr búningur kynntur!


Skírdagur í ár varð fyrir valinu hjá markaðsdeild Liverpool Football Club til að kynna nýjan aðalbúning. Hér er allt það helsta um búninginn. 

Búningurinn er að sjálfsögðu alrauður. Rauði liturinn er í dekkra lagi eins og tvö síðustu keppnistímabil. Framan á búningnum eru mjóar hvítar rendur og eins er hvítt framan á ermunum. Stuttbuxurnar eru að sjálfsögðu rauðar og það sama má segja um sokkana utan hvað neðri hluti þeirra er hvítur. Liverpool lék í búningum með mjóum röndum framan á, eins og eru á nýja búningnum, frá 1982 til 1985 og unnust margir titlar. Vonandi verður hægt að fagna titlum í þessum nýja búningi. 

Félagsmerkið er gult. Aftan á kraganum er þeirra sem fórust á Hillsborough minnst með hefðbundnum hætti. Innan á kraganum er eiginhandaráritun Bob Paisley fyrrum framkvæmdastjóra Liverpool en í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. 

Í dag var líka kynntur nýr aðalbúningur fyrir markmenn félagsins. Sá búningur er svartur frá toppi til táar. Um leið var tilkynnt að Alisson Becker verður númer 1 á næsta keppnistímabili. 

Hér má horfa á kynningarmyndband um nýja búninginn. 

Hér má sjá leikmenn Liverpool klæðast búningnum.

Hér má sjá nýja búninginn í nærmyndum á vefsíðu Liverpool Echo.

Hér má panta nýja búninginn í forsölu á vefverslun Liverpool Football Club.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan