| Sf. Gutt

Í minningu


Í dag eru 30 ár liðin frá Hillsborough harmleiknum. Þá létust 96 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough leikvanginum í Sheffield þegar Liverpool og Nottingham Forest mættust í undanúrslitum F.A. bikarkeppninnnar. 

Þennan dag hefur harmleiksins verið minnst í Liverpool og víðar á Englandi. Til ársins 2016 var haldin minningarathöfn á Anfield Road. Þar komu saman aðstandendur þeirra sem létust, forráðamenn og leikmenn Liverpool ásamt öðrum gestum og heiðruðu minningu fórnarlamba slyssins. Þó svo að minningarathafnir séu ekki lengur haldnar á Anfield þá verður minning þeirra 96 heiðruð í Liverpool og víðar í dag. Jürgen Klopp og Jordan Henderson munu leggja blómsveig við Hillsborough minnismerkið á Anfield. Þarna verða leikmenn aðalliðsins, ungliðar og kvennaliðið. Í borginni verður mínútu þögn á þeim tíma sem dómarinn flautaði leikinn af á Hillsborough. Anfield verður opinn fyrir fólki sem vill koma þangað og eiga stund með sér og öðrum.  


Liverpool hefur aldrei spilað leik 15. apríl eftir harmleikinn á Hillsborough. En á þeim heimaleik sem næstur er 15. apríl er þeirra sem fórust ætíð minnst. Svo var gjört í gær þegar Liverpool mætti Chelsea. Í Kop stúkunni og Sir Kenny Dalglish stúkunni voru mynduð myndverk. Í The Kop stóð 96 og í stúku Kóngsins stóð 30 YEARS eða 30 ár. 



Minning þeirra sem létust lifir en jafnframt halda aðstandendur áfram baráttu sinni fyrir réttlæti í málinu. Nú loksins sér fyrir endann á þeirri baráttu en henni er þó ekki lokið.

Blessuð sé minning þeirra sem létust. Hvíl í friði.

John Alfred Anderson (62) 
Colin Mark Ashcroft (19) 
James Gary Aspinall (18) 
Kester Roger Marcus Ball (16) 
Gerard Bernard Patrick Baron (67) 
Simon Bell (17) 
Barry Sidney Bennett (26) 
David John Benson (22) 
David William Birtle (22) 
Tony Bland (22) 
Paul David Brady (21) 
Andrew Mark Brookes (26) 
Carl Brown (18) 
David Steven Brown (25) 
Henry Thomas Burke (47) 
Peter Andrew Burkett (24) 
Paul William Carlile (19) 
Raymond Thomas Chapman (50) 
Gary Christopher Church (19) 
Joseph Clark (29) 
Paul Clark (18) 
Gary Collins (22) 
Stephen Paul Copoc (20) 
Tracey Elizabeth Cox (23) 
James Philip Delaney (19) 
Christopher Barry Devonside (18) 
Christopher Edwards (29) 
Vincent Michael Fitzsimmons (34) 
Thomas Steven Fox (21) 
Jon-Paul Gilhooley (10) 
Barry Glover (27) 
Ian Thomas Glover (20) 
Derrick George Godwin (24) 
Roy Harry Hamilton (34) 
Philip Hammond (14) 
Eric Hankin (33) 
Gary Harrison (27) 
Stephen Francis Harrison (31) 
Peter Andrew Harrison (15) 
David Hawley (39) 
James Robert Hennessy (29) 
Paul Anthony Hewitson (26) 
Carl Darren Hewitt (17) 
Nicholas Michael Hewitt (16) 
Sarah Louise Hicks (19) 
Victoria Jane Hicks (15) 
Gordon Rodney Horn (20) 
Arthur Horrocks (41) 
Thomas Howard (39) 
Thomas Anthony Howard (14) 
Eric George Hughes (42) 
Alan Johnston (29) 
Christine Anne Jones (27) 
Gary Philip Jones (18) 
Richard Jones (25) 
Nicholas Peter Joynes (27) 
Anthony Peter Kelly (29) 
Michael David Kelly (38) 
Carl David Lewis (18) 
David William Mather (19) 
Brian Christopher Mathews (38) 
Francis Joseph McAllister (27) 
John McBrien (18) 
Marion Hazel McCabe (21) 
Joseph Daniel McCarthy (21) 
Peter McDonnell (21) 
Alan McGlone (28) 
Keith McGrath (17) 
Paul Brian Murray (14) 
Lee Nicol (14) 
Stephen Francis O.Neill (17) 
Jonathon Owens (18) 
William Roy Pemberton (23) 
Carl William Rimmer (21) 
David George Rimmer (38) 
Graham John Roberts (24) 
Steven Joseph Robinson (17) 
Henry Charles Rogers (17) 
Colin Andrew Hugh William Sefton (23) 
Inger Shah (38) 
Paula Ann Smith (26) 
Adam Edward Spearritt (14) 
Philip John Steele (15) 
David Leonard Thomas (23) 
Patrik John Thompson (35) 
Peter Reuben Thompson (30) 
Stuart Paul William Thompson (17) 
Peter Francis Tootle (21) 
Christopher James Traynor (26) 
Martin Kevin Traynor (16) 
Kevin Tyrrell (15) 
Colin Wafer (19) 
Ian David Whelan (19) 
Martin Kenneth Wild (29) 
Kevin Daniel Williams (15) 
Graham John Wright (17)

YNWA

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan