| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Landsleikjahrotunni lauk í kvöld. Leikmenn Liverpool voru á ferð og flugi. Einhverjir skoruðu og fyrirliðinn náði merkilegum áfanga. 

Landsliðin í Evrópu hófu vegferð sína í forkeppni Evrópukeppni landsliða. Holland byrjaði vel og vann 4:0 sigur á Hvíta Rússlandi. Georginio Wijnaldum og Virgil van Dijk skouðu báðir. Seinni leikur Hollands gekk ekki jafn vel og liðið tapaði 2:3 fyrir Þýskalandi. Þeir félagar spiluðu leikinn. 

Andrew Robertson lék seinni leik Skota. Leikurinn var gegn San Marínó og skoruðu Skotar eina mark leiksins. Þótti lítill glæsibragur yfir leik Skota. 

Belgar unnu Rússa 3:1 og Kýpur 0:2. Simon Mignolet og Divock Origi voru á bekknum í báðum leikjum og komu ekki inn á.  

Dejan Lovren lék sinn fyrsta leik eftir meiðslin sem hann varð fyrir í janúar. Hann spilaði með Króötum sem töpuðu 2:1 fyrir Ungverjum. 


Wales vann Slóvakíu 1:0 á heimavelli. Harry Wilson var í byrjunarliðinu. Ben Woodburn var varamaður. Ben hafði áður skorað sigurmark Wales í 1:0 sigri í æfingaleik á móti Trínidad og Tóbagó. 


Jordan Henderson lék allan leikinn í fyrri leik Englands sem vann Tékka 5:0 á Wembley. Hann kom svo inn á sem varamaður í 1:5 sigri í Svartfjallalandi. Jordan lagði upp mark fyrir fyrrum félaga sinn Raheem Sterling. Leikurinn var 50. landsleikur Jordan sem verður að teljast vel af sér vikið.  


Sadio Mané lék í 2:0 sigri Senegal á Madagaskar í Afríkueppninni. Sadio kom inn á sem varamaður í kvöld þegar Senegal mætti Malí. Senegal var undir þegar stundarfjórðungar var eftir. Sadio kom þá til leiks, jafnaði metin rétt á eftir og lagði svo upp sigurmark Senegal rétt fyrir leikslok.  Roberto Firmino lék í 1:1 jafntefli Brasilíu við Panama. Hann skoraði svo í kvöld þegar Brasilía vann Tékkland 3:1. Alisson Becker var í markinu og Fabinho kom inn á fyrir Roberto undir lok leiksins.  

Ungliðinn Curtis Jones skoraði sigurmark undir 18 ára liðs Englands á móti Mexíkó. Hann lagði líka upp mark í leiknum og var valinn besti maður móts sem liðið tók þátt í. Rhys Williams og Bobby Duncan spiluðu á mótinu sem fór fram í Dúbaí. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan