| Sf. Gutt

Þrír draga sig úr landsliðshópum


Þrír leikmenn Liverpool hafa dregið sér úr landsliðshópum sínum. Tveir af þeim spila ekki með landsliðum sínum í landsleikjahrotunni.

Andrew Robertson fyrirliði skoska landsliðsins spilar ekki fyrri landsleik Skota. Hann þurfti að taka í tannaðgerð ef rétt er skilið. Hann gæti spilað seinni leikinn. 

Xherdan Shaqiri mun ekki spila með landsliði Sviss þar sem hann er vondur í nára. Hann hefur ekki tekið þátt í síðustu leikjum Liverpool en verið á bekknum. 

Trent Alexander-Arnold yfirgaf enska lansliðshópinn í dag. Hann er búinn að vera aumur í bakinu frá því í leik Liverpool og Burnley. Ákveðið var að best væri að hann myndi hvíla sig sem er hið besta mál. 


Fyrstu landsleikirnir voru í kvöld og fyrsta Liverpool markið kom í Wrexham í Wales. Heimamenn unnu Trínidad og Tóbagó 1:0 og skoraði Ben Woodburn eina markið með skalla í viðbótartíma. Hann lék allan leikinn. Danny Ward, fyrrum markmaður Liverpool, spilaði fyrri hálfleikinn. Harry Wilson var varamaður en kom ekki inn á. Markið, sem er annað landsliðsmark Ben, er kærkomið fyrir hann en hann hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan