| Sf. Gutt

Allt það helsta um Vladimír Šmicer


Þeir félagar og vinir Patrik Berger og Vladimír Šmicer koma til Íslands í næsta mánuði og verða heiðursgestir á Árshátíð Liverpool klúbbsins. Hér kynnum við Vladimír til sögunnar. Allt það helsta um Vladimír!


Nafn: Vladimír Šmicer.

Fæðingardagur: 24. maí 1973.

Fæðingarstaður: Decin í Tékkóslóvakíu.

Félög: Slavia Prag (1987-96), Lens (1996-99), Liverpool (1999-2005), Bordeaux (2005-07), Slavia Prag (2007-09) og Dolni Chabry (2010-11).

Leikir með Liverpool: 184.


Mörk fyrir Liverpool: 19.


Titlar með Liverpool: F.A. bikarmeistari: 2001. Deildarbikarmeistari: 2001 og 2003. Evrópukeppni félagsliða 2001. 
Evrópubikarinn: 2005.

Titlar með 
Slavia Prag: Tékklandsmeistari 1995-96, 2007-08 og 2008-09.

Titlar með Lens: Frakklandsmeistari 1997-98. Deildarbikarmeistari 1999.

Titill með Bordeaux:
 Deildarbikarmeistari 2007.


Landsleikir með Tékklandi: 81.

Landsliðsmörk: 27. 


Fróðleikur!

- Vladimir varð þrívegis tékkneskur meistari og einu sinni franskur.

- Hann varð Deildarbikarmeistari í Frakklandi með báðum liðunum sem hann lék með þar í landi.

- Vladimir átti farsælan feril með landsliði Tékka og var í silfurliðinu á EM sumarið 1996. Hann skoraði í einum leikjanna í keppninni sem var 3:3 jafntefli við Rússa en leikurinn fór fram á Anfield Road sem átti eftir að verða seinna heimavöllur hans.

- Vladmír lék þrívegis í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða, 1996, 2000 og 2004. 

- Hann skoraði á öllum þremur mótunum. Aðeins Jurgen Klinsmann hafði afrekað það. 

- Vladimír varð Evrópumeistari í sínum síðasta leik með Liverpool. Hann kom inn á sem varamaður og minnkaði muninn í 3:2 áður en Xabi Alonso jafnaði. 

- Hann skoraði svo með sinni síðustu spyrnu í búningi Liverpool í vítaspyrnukeppninni. 

- Vladimír var í framboði til Evrópuþingsins árið 2014.

Með eigin orðum

,,Það er dapurlegt að vera á förum því eftir að hafa verið sex ár af ævi sinni hjá félagi þá verður það alltaf í hjarta manns. Liverpool er eitt af stærstu og bestu félögum heimsins og þess vegna er ég mjög dapur yfir því að vera að fara. Mér finnst sorglegt að fá ekki tækifæri til að spila einu sinni í viðbót á Anfield en kannski kem ég aftur á næstu leiktíð með öðru félagi."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan