| Sf. Gutt

Allt það helsta um Patrik Berger


Þeir félagar og vinir Patrik Berger og Vladimír Šmicer koma til Íslands í næsta mánuði og verða heiðursgestir á Árshátíð Liverpool klúbbsins. Hér kynnum við Patrik til sögunnar. Hér er allt það helsta um Patrik!


Nafn: Patrik Berger
Fæðingardagur: 10. nóvember 1973.

Fæðingarstaður: Prag í Tékkóslóvakíu.

Félög: Slavia Prag (1991-95), Borussia Dortmund (1995-96), Liverpool (1996-2003), Portsmouth (2003-05), Aston Villa (2005-08), Stoke City, lán, (2006-07), Sparta Prag (2008-10) og Dolni Chabry (2010-11).

Leikir með Liverpool: 196.


Mörk fyrir Liverpool: 35.

Titlar með Liverpool: F.A. bikarmeistari: 2001. Deildarbikarmeistari: 2001. Skjaldarhafi: 2001. Evrópukeppni félagsliða 2001. 


Titlar með Borussia Dortmund: Þýskalandsmeistari 1995-96. Stórbikar Þýskalands: 1995.

Landsleikir með Tékklandi: 42.

Landsliðsmörk: 18. 




Fróðleikur!

-  Patrik sagði það hafa verið draum að fá tækifæri til að spila með Liverpool. Þegar hann var lítill fór vinur pabba hans til Englands á leik með Liverpool og færði Patrik, þegar hann kom til baka, miðann á leikinn, leikskrá og trefil. 

- Patrik æfði sem unglingur með Sparta Prag en hóf atvinnuferilinn með Slavia Prag. Hann náði þó að leika með Sparta áður er ferli hans lauk. 

- Sparta var liðið sem hann hélt með í æsku.

- Patrik var Evrópumeistari með undir 16 ára landsliði Tékka árið 1990. 

- Patrik byrjaði frábærlega með Liverpool og skoraði fimm mörk í fjórum fyrstu leikjum sínum. 

- Hann lék á tveimur stórmótum með Tékkum. Fyrst í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða 1996 og svo aftur árið 2000. 

- Patrik fékk silfur á EM 1996. Tékkar töpuðu úrslitaleiknum við Þjóðverja á Wembley 2:1. Hann skoraði mark Tékka úr víti. 

- Patrik deildi heiðrinum af því að vera Knattspyrnumaður árins 1996 í Tékklandi með Karel Poborský.

- Tékkinn var frægur fyrir sín þrumuskot með vinstri. Steven Gerrard sagði að Patrik ætti fallegustu vinstrifótarskot sem hann hefði nokkurn tíma séð. 

Með eigin orðum.

,,Það hefur verið draumur minn frá barnæsku að leika með Liverpool. Þegar ég var tveggja eða þriggja ára fór vinur pabba til Liverpool og sá Liverpool leika gegn Queens Park Rangers. Þegar hann kom heim úr ferðinni gaf hann mér leikskrána, aðgöngumiðann og Liverpool trefil. Ég á miðann ennþá. Ég hef alltaf fylgst með úrslitum leikja með Liverpool og þegar ég var í Þýskalandi sá ég liðið oft í sjónvarpinu. Kenny Dalglish var uppáhaldsleikmaður minn á yngri árum. Hann hafði frábæra tækni og skoraði falleg mörk."



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan