| Grétar Magnússon

Leikdagar í Meistaradeild

Búið er að staðfesta hvenær leikir Liverpool og Porto fara fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar. Jürgen Klopp hefur svo tjáð sig um dráttinn.

Fyrri leikurinn fer fram á Anfield þriðjudaginn 9. apríl og hefst leikurinn klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn fer fram miðvikudaginn 17. apríl einnig klukkan 19:00.Jürgen Klopp hafði þetta að segja um dráttinn:  ,,Hvað get ég sagt ? Þetta er Porto og við höfum spilað þar og vitum hversu góðir við þurftum að vera í fyrra. Úrslitin voru skrýtin þegar upp var staðið; auðvitað voru þau mjög góð fyrir okkur, en þau voru skrýtin. Í seinni leiknum (sem endaði 0-0) sáum við karakter Porto leikmannana og gæðin sem þeir hafa."

,,Ég gæti ekki verið meira frá því að hugsa að þetta sé besti drátturinn fyrir okkur því það er ekki þannig - þetta er bara drátturinn, þetta er mótherjinn sem við þurfum að undirbúa okkur fyrir og það er það eina sem við hugsum um frá því að við byrjum að undirbúa okkur undir þessa leiki. Við erum með okkar sérfræðing í Porto en Pep Lijnders starfaði þar áður - og hann talar ávallt með mikilli virðingu um félagið. Við munum hafa mikið af upplýsingum og það er það sem þarf fyrir leikina, en við þurfum samt að spila þá. Núna vitum við hver staðan er, förum að undirbúa okkur."

Aðspurður hvort þetta komi til með að gefa leikmönnum Porto aukna ástæðu til að leita hefnda frá því í fyrra sagði hann: ,,100 prósent öruggt að þetta gefur þeim aukna hvatningu. Porto voru ekki á óskalistanum mínum en nú eru þeir mótherjar okkar, svona er þetta og við þurfum að mæta þeim. Það fyrsta sem þarf að hugsa um er að allir beri virðingu fyrir mótherjanum á réttan hátt - og það munum við gera 100 prósent. Við vitum hver gæði Porto eru og svo verðum við að spila við þá. Stuðningsmenn okkar eru frábærir í því að virða mótherjann."

,,Ég er ánægður fyrir hönd stuðningsmannana því þetta er skemmtilegt ferðalag, skemmtileg borg og veðrið verður gott þegar við spilum þarna, sem er ávallt gott fyrir Englendinga! Það er ekki neitt meira að segja."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan