| Grétar Magnússon

Breytingar á leikjum í apríl

Fjórum leikjum liðsins í aprílmánuði hefur verið breytt vegna beinna sjónvarpsútsendinga.


Fyrsti leikur liðsins í mánuðinum fer fram á föstudagskvöldinu 5. apríl og hefst hann klukkan 19:00 að íslenskum tíma.

Stórleikur við Chelsea á Anfield fer nú fram sunnudaginn 14. apríl klukkan 15:30 en þó gæti verið að leikurinn verði enn færður til eftir því hvort að Liverpool komist áfram í Meistaradeildinni.

Útileikur við Cardiff City fer fram sunnudaginn 21. apríl klukkan 15:00.

Loks er það heimaleikur við Huddersfield Town og aftur er um föstudagsleik að ræða, nánar tiltekið þann 26. apríl klukkan 19:00.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan