| Sf. Gutt

Kjánaleg spurning!



Steven Gerrard var spurður að spurningu sem honum þótti kjánaleg. En hver var spurningin? Jú, hann var spurður að því hvort hann hefði áhuga á að verða framkvæmdastjóri Liverpool. 

,,Það er kjánalegt að spyrja mig hvort ég hafi áhuga á að verða framkvæmdastjóri Liverpool þegar fram líða stundir. Ég held að allir á jarðarkringlunni viti svarið við spurningunni. En ég dái Jürgen Klopp og trúi því að hann geti hjálpað Liverpool til að vinna Úrvalsdeildina. Ég veit hvaða þýðingu það myndi hafa fyrir stuðningsmennina því þeir urðu fyrir svo miklum vonbrigðum árið 2014. Við erum í mjög góðri stöðu núna. Ég segi ,,við" því ég er stuðningsmaður liðsins og verð alla tíð. Núna eru tvö lið næst hjarta mínu. Rangers og Liverpool!"

Vonandi verður Steven að ósk sinni um að Liverpool verði Englandsmeistari í vor! Svo er spurning hvort Steven fái tækifæri til að fagna öðrum landstitli sem framkvæmdastjóri Rangers í Skotlandi!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan