| Grétar Magnússon

Meistaradeildarhópurinn

Liverpool hefur staðfest leikmannahóp sinn fyrir næstu leiki og athygli vekur að Alex Oxlade-Chamberlain er á meðal leikmanna á listanum. Það verða að teljast gleðifréttir.

Oxlade-Chamberlain hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðustu 10 mánuði en eins og við höfum áður fjallað um hér hefur endurhæfing hans gengið vel. Félögum í Meistaradeildinni er leyft að gera þrjár breytingar á leikmannahópnum í keppninni eftir áramótin og voru gerðar tvær breytingar núna.

Alex Oxlade-Chamberlain og varnarmaðurinn ungi Ki-Jana Hoever eru nýir á listanum en fyrri leikur Liverpool og Bayern Munchen í 16-liða úrslitum fer fram 19. febrúar. Hoever spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í FA bikarnum gegn Wolves í janúar.

Þeir Nathaniel Clyne sem fór til Bournemouth á láni og Dominic Solanke, sem var seldur til sama félags, hafa að sama skapi verið teknir út af listanum. Heildarfjöldi leikmanna má vera 25 og að minnsta kosti átta leikmenn þurfa að vera uppaldir hjá félaginu. Svokallaður B-listi er svo til staðar en á þeim lista er ótakmarkaður fjöldi leikmanna sem eru fæddir eftir 1. janúar 1997 og hafa verið gjaldgengir til að spila með liði sínu á tveggja ára órofnu tímabili síðan þeir urðu 15 ára gamlir.

Leikmannahópur Liverpool í Meistaradeildinni:

Markverðir: Alisson, Mignolet, Kelleher*, Grabara*.

Varnarmenn: van Dijk, Lovren, Gomez*, Matip, Alexander-Arnold*, Robertson, Moreno, Camacho*, Hoever, Phillips*, Johnston*, Masterson*.

Miðjumenn: Fabinho, Keita, Wijnaldum, Henderson, Milner, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Jones*, Chirivella*.

Sóknarmenn: Salah, Mané, Firmino, Shaqiri, Sturridge, Origi, Brewster*.

*Leikmenn á B-lista.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan