| Sf. Gutt

Komnir heim

Jürgen Klopp og föruneyti hans er komið heim frá Dúbaí. Þangað var haldið eftir eftir sigurinn á Crystal Palace. En því miður er liðið fallið úr FA bikarnum og því frí núna um helgina. 

Frá því Jürgen tók við Liverpool hefur hann nokkrum sinnum farið til heitari landa þegar færi hefur gefist. Svo var nú en Liverpool spilar ekki næst fyrr en á miðvikudaginn þegar Leicester City kemur í heimsókn á Anfield. Nú er að vona að góða veðrið og hitinn hafi gert leikmönnum Liverpool gott í Dúbaí fyrir komandi átök.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan