| Grétar Magnússon

Breytingar á leikjum í mars

Fjórir leikir Liverpool í marsmánuði hafa verið færðir til. Allir leikir færast yfir til sunnudags.

Nágrannaslagurinn við Everton fer nú fram sunnudaginn 3. mars klukkan 16:15.

Heimaleikur við Burnley er einnig fluttur til sunnudags, nánar tiltekið 10. mars og hefjast leikar klukkan 12:00.

Útileikur við Fulham fer nú fram sunnudaginn 17. mars klukkan 14:15 og loks er það heimaleikur við Tottenham sem verður spilaður sunnudaginn 31. mars og verður flautað til leiks klukkan 15:30, athugið að þarna verður kominn sumartími þannig að leikurinn hefst klukkan 16:30 að breskum tíma.

Leikjaplan Manchester City í mánuðinum er þannig að þeir spila alltaf á undan og því gæti verið komin meiri pressa á okkar menn að vinna sinn leik hafi City menn tekist að sigra deginum á undan.

Spennan magnast í baráttunni og nú er ljóst að í næstu níu umferðum spila City á undan í sjö umferðum af þessum níuTIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan