| Sf. Gutt

Af leikmannamálum

Það styttist í að lokað verði fyrir félagaskipti. Lítið virðist ætla að gerast hjá Liverpool í leikmannamálum. Tveir aðalliðsmenn eru farnir en ekki er líklegt að menn komi í þeirra stað. 


Dominic Solanke var seldur til Bournemouth og Nathaniel Clyne lánaður til sama félags. Sumum þykir að það hefði verið misráðið að lána Nathaniel þegar varnarmenn tóku að meiðast.

Það er alltaf verið að reikna með brottför Lazar Markovic en hann er ennþá hjá Liverpool. Serbinn hefur spilað með varaliðinu síðustu vikurnar. 


Tveir ungliðar hafa verið lánaðir. Ovie Ejaria, sem var í láni hjá Rangers framan af leiktíð, er kominn til Reading. Markmaðurinn ungi Kamil Grabara var lánaður til Danmerkur. Hann spilar með liði Árósa út leiktíðina. 

Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hefur verið orðaður við Liverpool allt frá því Jürgen Klopp kom til Liverpool enda leikmaður Borussia Dortmund. Hann mun þó ekki koma til Liverpool því hann hefur samið við Chelsea. Hann leikur þó með Dortmund út leiktíðina. 

Miðjumaður Paris Saint Germain Adrien Rabiot  hefur verið orðaður við Liverpool. Það gerist þó varla neitt með hann fyrr en í sumar.


Sumir stuðningsmenn Liverpool hafa haft áhuga á að fá Harry Wilsoon heim úr láni frá Derby þar sem hann hefur spilað frábærlega, skorað og lagt upp mörk. Það mun ekki standa til.  

Ben Woodburn gæti verið á heimleið en  honum hefur ekki gengið að festa sig í sessi hjá Sheffield United. Hann hefur af og til spilað með varaliði Liverpool án meðan hann hefur verið í láni hjá United. 

Við sjáum hvað setur í þessum málum. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan