| Grétar Magnússon

Dregið á mánudaginn

Mánudaginn 17. desember verður dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar og nú er ljóst hvaða liðum Liverpool getur mætt.

Það er ekki hægt að segja annað en að evrópsk stórlið séu mögulegir mótherjar Liverpool að þessu sinni en liðið getur bara mætt þeim liðum sem unnu sína riðla. Góður, en taugastrekkjandi sigur á Napoli tryggði annað sæti C-riðils á þriðjudagskvöldið var.

Drátturinn hefst klukkan 11 á mánudaginn kemur og við fylgjumst að sjálfsögðu með hér á vefnum. Liverpool getur ekki mætt PSG þar sem liðin voru jú saman í riðli og ekki heldur öðru liði frá Englandi en Manchester City voru eina enska liðið sem vann sinn riðil. Mögulegir mótherjar eru því sex talsins:

Borussia Dortmund
Barcelona
Porto
Bayern Munchen
Real Madrid
Juventus

Óskamótherji flestra er væntanlega Porto en væntanlega vill ekkert af þessum liðum mæta Liverpool á þessu stigi keppninnar. Jürgen Klopp þarf þó að vinna vel í því að bæta frammistöðu liðsins á útivelli en liðið spilaði alls ekki vel í þessum þremur útileikjum í riðlakeppninni. Það er að minnsta kosti ljóst að miklar líkur eru á tveimur stórleikjum hjá Liverpool í febrúar á nýju ári !


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan