| Heimir Eyvindarson

Liverpool mætir Wolves í FA bikarnum


Í kvöld var dregið í 3. umferð FA bikarsins. Liverpool mætir Wolves á útivelli. Allir leikir 3. umferðar verða leiknir helgina 5.-6. janúar.   

Liverpool og Manchester City mætast í deildinni fimmtudaginn 3. janúar. Af þeim sökum verður að teljast líklegt að leikurinn við Wolves fari fram sunnudaginn 6. janúar. Leiktímarnir verði staðfestir fljótlega segir í tilkynningu frá FA. 

Það hefur ekki verið neinn glansbragur á Liverpool í FA bikarnum frá því að Jürgen Klopp tók við liðinu. Liðið hefur fallið út í fjórðu umferð öll árin, gegn West Ham, WBA og einmitt Wolves. 

Liverpool-Wolves og Bournemouth-Brighton eru einu leikirnir í 3. umferð þar sem Úrvalsdeildarlið mætast. 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan