| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Síðustu vikuna hafa farið fram mýmargir landsleikir. Bæði var leikið í Þjóðadeildinni og svo fóru líka fram æfingalandsleikir. Fulltrúar Liverpool komu víða við sögu.

Fyrst skal nefna að Trent Alexander-Gordon skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar England vann Bandaríkin 3:0 á Wembley. Jesse Lindgard, leikmaður Manchester United, skoraði fyrsta markið áður en Trent skoraði hægra megin úr vítateignum. Leikmaður Bournemouth Callum Wilson skoraði síðasta makrið. Jordan Henderson tók þátt í leiknum sem var sérstakur kveðjuleikur Wayne Rooney en hann var nú reyndar hættur fyrir nokkru. Frekar furðulegt!

Dejan Lovren lék í 3:2 sigri Króatíu á Spáni. Hann var svo enn á vaktinni þegar Króatía mætti Englandi á Wembley. England vann þann leik. Jesse Lindgard og Harry Kane framherji Tottenham skoruðu. Joe Gomez þótti mörgum besti leikmaður enska liðsins. Jordan kom ekki við sögu vegna meiðsla sem sögð eru lítilsháttar. 

Georginio Wijnaldum skoraði fyrir Holland í mögnuðum 2:0 sigri á heimsmeisturum Frakka í Hollandi. Hollendingar gerðu svo góða ferð til Þýskalands þar sem þeir náðu 2:2 jafntefli eftir að hafa verið 2:0 undir. Það var enginn annar en Virgil van Dijk sem jafnaði leikinn í viðbótartíma. Georginio var í byrjunarliði Hollendinga sem eru á uppleið eftir erfiðleika síðustu tvö árin eða svo. 

Mohamed Salah skoraði magnað sigurmark í 3:2 sigri Egypta á Túnis. Markið kom á lokamínútunni. 

Skotar unnu báða leiki sína. Fyrst 0:4 í Albaníu og svo 3:2 á móti Ísrael í Glasgow. Andrew Robertson var fyrirliði í báðum leikjunum. 

Xherdan Shaqiri átti stórleik þegar Sviss vann magnaðan 5:2 sigur á Belgum. Belgar komust 0:2 yfir en svo tóku heimamenn völdin og unnu óvæntan stórsigur. Xherdan átti þátt í þremur mörkum. Divock Origi kom inn á sem varamaður í liði Belga. Xherdan hafði áður spilað í æfingaleik sem Sviss tapaði 1:0 fyrir Katar. Belgar höfðu áður unnið Ísland 2:0. Simon Mignolet var á bekknum þeim leik eins og þessum. 

Markmaðurinn ungi Caoimhin Kelleher var á bekknum hjá Írum bæði á móti Norður Írum og Dönum. Báðum leikjum lauk án marka. 


Dominic Solanke skoraði bæði mörk undir 21. árs liðs Englands sem vann Ítalíu 2:1. Dominic gerði það ekki endasleppt því hann skoraði aftur tvö mörk í gærkvöldi þegar enskir unnu Dani 5:1 í þessum aldursflokki. Vel gert hjá honum.

Nokkrir aðrir leikmenn Liverpool komu við sögu en þetta er það helsta úr þessari síðustu landsleikjahrotu ársins. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan