| Sf. Gutt

Kenny Dalglish sleginn til riddara!


Kenny Dalglish var í dag sleginn til riddara af Charles Bretaprinsi. Þessi magnaði Skoti hefur nú opinberlega fengið titilinn Sir Kenneth Mathieson Dalglish. Í júní var tilkynnt að Kenny hefði fengið þessa miklu viðurkenningu en í dag var hann formlega aðlaður í Buckingham höll. Viðurkenninguna fær hann fyrir knattspyrnuferil sinn, störf að góðgerðarmálum og störf í þágu borgarinnar Liverpool. Kenny er fyrsti knattspyrnumaðurinn og framkvæmdastjórinn í sögu Liverpool til að hljóta aðalstign.   

,,Jú, þetta er búið að vera magnað ferðalag. Maður er auðmjúkur á þessari stundu. Hvað langaði mann að gera þegar maður var lítill? Bara að spila knattspyrnu. Svo þegar maður fór að spila hvað kom þá upp í hugann? Mann langaði að reyna að ná árangri og njóta velgengni. Verða atvinnumaður og reyna að vinna eitthvað. Það markmið náðist og maður naut nokkurrar velgengni í knattspyrnuheiminum. Svo verður sú velgengni einhvern veginn stökkpallur yfir í önnur verkefni."


Kenny og Marina kona hans hafa unnið mikið að góðargerðamálum æi gegnum árin. Þau hófu að safna fé til krabbameinsmála eftir að Marina gekk í gegnum krabbameinsmeðferð. Þau hafa líka, frá fyrsta degi, stutt dyggilega við fjölskyldur þeirra sem fórust á Hillsborough leikvanginum þann 15. apríl 1989.


,,Við vildum bara gera okkar besta. Góðgerðarstarfið eða Hillsborough. Við unnum að þessu því við vildum hjálpa fólki því okkur hafði áður verið rétt hjálparhönd. Maður leggur bara af stað með það nesti frá foreldrum sínum að feta réttan veg og fara ekki út af sporinu. Vera góð menneskja og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa á hjálp að halda. Við höfum svo sem ekki gert neitt nema að fylgja þessum ráðum. Þessi þrjú málefni sem ég fékk viðurkenninguna fyrir hafa verið mér mjög kær. Við Marina höfðum það alltaf að leiðarljósi að gera það sem okkur þótti rétt og skylt" ,,Svo kom knattspyrnan og það var ekki hægt að fá betri lærifeður en Jock Stein og Bob Paisley. Fólk segir að þeir hefðu átt að fá viðurkenningu á borð við þessa. Ég ætla ekki að hætta mér út í það umræðu. En ég ætla ekki að halda því fram að ég verðskuldi hana frekar en þessir tveir miklu höfðingjar. Það hefur verið sagt að ég eigi þessa viðurkennngu skilið og við þiggjum hana með þökkum á þessari stundu. Við erum öll mjög stolt yfir þessari viðurkenningu.",,Ég hef verið lánsamur að vinna með frábæru fólki í knattpsyrnunni bæði þegar ég var leikmaður og eins þegar ég var framkvæmdastjóri. Knattspyrnufélögin sem ég spilaði með, Liverpool og Celtic, voru þau sigursælustu þegar ég spilaði með þeim. Skoska landsliðið var líka ekki fjarri því að ná frábærum árangri. Lánið lék líka við mig því maður þarf heppni til að ná árangri."

Liverpool klúbburinn á Íslandi færir Sir Kenny og fjölskyldu bestu hamingjuóskir með riddaratignina!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan