| Sf. Gutt

Jose Enrique í erfiðri baráttu


Jose Enrique átti oft í erfiðri baráttu innan vallar en nú á hann í erfiðustu baráttu sem hann hefur tekið þátt í. Vonandi hefur hann sigur í henni. 
 

Í  maí á þessu ári greindist Jose með sjaldgæfa tegund af heilaæxli sem hefði getað valdið því að hann hefði misst sjónina. Hann fór í mikla aðgerð og er nú í eftirmeðferð. Vonast er til að hann nái fullum bata en baráttan tekur sinn tíma.


 
Jose lék með Valencia, Celta og Villarreal á Spáni áður en hann kom til Englands og gekk til liðs við Newcastle United. Hann kom til Liverpool 2011 og varð Deildarbikarmeistari 2012. Jose var hjá Liverpool til 2016. Hann lék 99 leiki með Liverpool og skoraði þrjú mörk. Jose lauk svo ferlinum hjá Real Zaragoza á Spáni. Erfið hnémeiðsli ollu því að hann varð að hætta að spila knattspyrnu. 

Jose segir það hafa verið mikið áfall að greinast með krabbamein eftir að hafa lifað heilbrigðu lífi og verið atvinnumaður í knattspyrnu. Hann segir það hafa verið mikinn styrk að fá hvatningu og stuðning frá stuðningsmönnum liðanna sem hann spilaði með. Eins hafa fyrrum félagar hans veitt honum stuðning. 


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan