| Sf. Gutt

Tveir komnir heim

Tveir leikmenn Liverpool eru komnir meiddir heim. Ekki er gott að segja hvort meiðslin eru alvarleg. Um er að ræða þá Mohamed Salah og Virgil van Dijk. 

Mohamed Salah lék fyrir Egyptaland á móti Svasílandi og skoraði í 4:1 sigri en mun hafa farið af velli rétt fyrir leikslok vegna meiðsla á kálfa. Ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. 

Virgil van Dijk spilaði í glæsilegum 3:0 sigri Hollendinga á Þjóðverjum í gærkvöldi og skoraði hann fyrsta mark leiksins. Hollendingar eiga eftir að spila vináttuleik á móti Belgíu en forráðamenn hollenska landsliðsins ákváðu að leyfa Virgil að fara heim til Liverpool. Hann hefur verið veill í annarri síðunni frá því í síðasta mánuði og var talið hyggilegt að taka ekki áhættu á að láta hann spila meira í þessari landsleikjahrotu. 


Nú er að vona að þeir félagar verði orðnir leikfærir þegar Liverpool mætir Huddersfield Town á laugardaginn. Fyrir liggur að James Milner getur ekki leikið þann leik. 






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan