| Grétar Magnússon

Landsliðsverkefni

19 leikmenn Liverpool eru nú í verkefnum með landsliðum sínum og vonum við að þeir komi allir ómeiddir til baka fyrir komandi átök.

Þeir Trent Alexander-Arnold, Joe Gomez og Jordan Henderson eru í landsliðshópi Englendinga sem spila tvo leiki í Þjóðadeildinni. Englendingar spila tvo útileiki, þann fyrri gegn Króatíu föstudaginn 12. október og þann síðari gegn Spánverjum þrem dögum síðar.

Dejan Lovren er í landsliðshópi Króata sem mæta einmitt Englendingum á heimavelli í Þjóðadeildinni eins og áður sagði og svo leikur liðið vináttuleik við Jórdaníu mánudaginn 15. október.

Dominic Solanke er sem fyrr í U-21 árs hópi Englands en liðið spilar tvo leiki í undankeppni Evrópumóts U-21 árs liða. Fyrri leikurinn er gegn Andorra þann 11. október og sá síðari gegn Skotlandi þann 16. október.

Curtis Jones var kallaður upp í U-18 ára hóp Englands sem spila á heimavelli við Svíþjóð 11. október og svo gegn Tékklandi fjórum dögum síðar.

Skotar mæta Ísrael í Þjóðadeildinni á útivelli þann 11. október og Andy Robertson fyrirliði leiðir sína menn til leiks þar. Skotar mæta svo Portúgal í vináttuleik á heimavelli sunnudaginn 14. október.

Virgil van Dijk og Gini Wijnaldum eru sem fyrr í hollenska landsliðshópnum sem mæta Þjóðverjum í Þjóðadeildinni á heimavelli 13. október. Þeir fara svo í stutt ferðalag yfir til Belgíu þann 16. október og leika þar vináttuleik við heimamenn. Þar hitta þeir fyrir Simon Mignolet sem er í landsliðshópi Belga. Mignolet og félagar mæta Sviss í Þjóðadeildinni áður en þeir mæta Hollendingum þann 12. október.

Xerdan Shaqiri er auðvitað í landsliðshópi Svisslendinga sem mæta til Íslands í Þjóðadeildinni mánudaginn 15. október, eins og áður sagði spila Svisslendingar við Belga fyrst.

Undankeppni Afríkumótsins verður einnig í fullum gangi þar sem Naby Keita og félagar í Gíneu mæta Rúanda í tveim leikjum heima og heiman, sama gildir um Mohamed Salah hjá Egyptum sem spila tvo leiki við Svasíland og Sadio Mané og Senegalar mæta Súdan einnig í tveim leikjum.

Brasilíumenn spila tvo vináttuleiki í þessu landsleikjahléi en þeir Alisson Becker, Fabinho og Roberto Firmino eru sem fyrr í hópnum. Fyrri leikurinn er gegn Sádi Arabíu 12. október og sá síðar gegn Argentínu 16. október.

Markvörðurinn Kamil Grabara spilar með U-21 árs liði Póllands sem mæta Dönum og Georgíumönnum og Rafael Camacho er í U-20 ára hópi Portúgala sem spila við Sviss og Ítalíu.




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan