| Sf. Gutt

Jürgen stjóri í tveimur löndum á tveimur dögum!


Jürgen Klopp var á ferðinni núna á meðan hlé var á deildarkeppnum vegna landsleikja. Hann stýrði tveimur liðum í tveimur löndum á tveimur dögum. 


Á föstudaginn fór hann heim til Dortmund þar sem hann stýrði Borussia á sínum gamla heimavelli í ágóðaleik fyrir markmanninn Roman Wiedenfeller. Sá var markmaður Dortmund á valdatíma Jürgen. Liðið hans vann 4:1 og skoraði Roman tvívegis. Það er ekki að spyrja að áhuganum í Dortmund og mættu 70.000 áhorfendur á leikinn!

Daginn eftir mættust úrvalslið James Milner og Stiliyan Petrov á Celtic Park í Glasgow. Jürgen stýrði liðinu sem James valdi en Brendan Rodgers forveri hans í starfi hjá Liverpool stjórnaði liði Stiliyan sem lék í Celtic búningunum. Leiknum lauk með 3:3 jafntefli. Robbie Keane fyrrum leikmaður Liverpool og Celtic skoraði eitt marka Celtic. Í liði James Milner voru nokkrir fyrrum leikmenn Liverpool. Chris Kirkland stóð í markinu og þeir Stephen Warnock, Dirk Kuyt, Luis Garcia, Jamie Redkanpp og Emile Heskey léku líka með. James Milner og Stiliyan Petrov, sem báðir reka góðgerðarsamtök í eigin nafni, kynntust þegar þeir léku saman hjá Aston Villa. Stiliyan lék líka með Celtic. Búlgarinn veiktist af krabbameini fyrir nokkrum árum og hefur síðan látið gott af sér leiða í baráttu við þann vágest. Allur ágóði leiksins á laugardaginn rann til baráttu við krabbamein. 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan