| Sf. Gutt

Æft í Frakklandi

Leikmenn Liverpool eru nú komnir til Evian í Frakklandi. Evian er í austurhluta Frakklands við landamæri Sviss. Þangað kom liðið eftir þrjá æfingaleiki í Bandaríkjunum. Bæði Manchester liðin voru lögð að velli en Liverpool mátti þola tap fyrir Borussia Dortmund. Reyndar var komið við heima í Liverpool eftir Bandaríkjaferðina. 

Í Evian verður æft næstu daga fram að næsta æfingaleik. Hann fer fram á Írlandi á laugardaginn. Liverpool mætir þá Napoli í Dublin.

Þeir Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino koma til móts við í Frakklandi eftir að hafa verið í fríi eftir HM. Nýi markmaðurinn Alisson Becker kemur líka til liðs við nýja liðsfélaga sína. 

Hér má sjá myndir af komu Liverpool til Frakklands.


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan