| Grétar Magnússon

Kaupin á Alisson Becker staðfest

Nú rétt í þessu staðfesti opinber heimasíða Liverpool kaupin á markverðinum Alisson Becker frá Roma.


Brasilíumaðurinn skrifaði undir langtíma samning við félagið eftir að hafa staðist læknisskoðun á Melwood fyrr í dag.

Við undirskrift samningsins sagði Alisson:  ,,Ég er mjög ánægður, draumur minn um að klæðast svo frægum búning risa félags sem er vant því að vinna hefur ræst."

,,Hvað varðar mitt einkalíf og knattspyrnuferilinn þá er þetta risastórt skref fyrir mig að vera orðinn hluti af þessu félagi og Liverpool fjölskyldunni."

,,Þið getið verið viss um að ég mun gefa allt sem ég á."

Hér má sjá myndir frá því fyrr í dag.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan