| Heimir Eyvindarson

Alisson á leiðinni

Eins og við sögðum frá í morgun hefur Liverpool hellt sér af fullum krafti í að kaupa Alisson frá Roma. Nú rétt fyrir hádegi komust félögin að samkomulagi um kaupverð.

James Pearce segir frá því í Liverpool Echo að Roma hafi samþykkt tilboð Liverpool upp á 66,8 milljónir punda.

Það er ekki þarmeð sagt að það sé 100% öruggt að Alisson endi hjá Liverpool, ekkert útilokað að Roma samþykki tilboð frá öðrum félögum áður en yfir lýkur, en það verður að teljast líklegt að það séu einungis formsatriði eftir. 

Staðan er semsagt þannig að Liverpool hefur nú fengið leyfi Roma til að ræða við Alisson, þannig að ef hann samþykkir kaup og kjör og er til í rigninguna í Liverpool þá er ekkert eftir nema læknisskoðun, myndatökur og handabönd. 

Hér er hægt að horfa á viðtal við James Pearce um stöðuna á Alisson málunum. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan