| Grétar Magnússon

Nýr varabúningur kynntur

Í dag leit dagsins ljós nýr varabúningur Liverpool fyrir komandi tímabil.Búningurinn, sem er hugsaður sem þriðji búningur félagsins, var kynntur í samstarfi við Konami tölvuleikjafyrirtækið sem gefa út Pro Evo 19 leikinn í ágúst.  Myndband var gefið út af leikmönnum félagsins ganga út á knattspyrnuvöll í nýju treyjunum.

Búningurinn er gráleitur og á að vísa í búninga félagsins frá árunum 1987-91 og þá sérstaklega búninginn frá tímabilinu 1989-90 þegar liðið vann enska meistaratitilinn í 18. sinn.  Markmannsbúningurinn er svo bleikur að lit.

Hér má sjá fleiri myndir sem og myndbandið sem var gefið út í samstarfi við Konami.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan