| Sf. Gutt

Æfingar hafnar

Leikmenn Liverpool hófu æfingar á Melwood í dag. Jürgen Klopp og aðstoðarmenn hans tóku á móti þeim leikmönnum Liverpool sem mættu í dag en þeir sem léku með landsliðum sínum í sumar komu ekki til æfinga í dag. Fimm leikmenn eru enn með landsliðunum sínum í Rússlandi. 

Fyrsti æfingaleikur er á dagskrá um næstu helgi. Liverpool spilar þá á móti Chester á Deva leikvanginum í Chester. Svo koma leikir á móti Tranmere Rovers, Bury og Blackburn Rovers áður en haldið verður til Bandaríkjana. 

Hér er listi yfir þá leikmenn sem mættu til æfinga í dag. 

Markmenn: Karius, Ward, Grabara og Kelleher.


Varnarmenn: Matip, Gomez, Klavan, Phillips, Clyne, Robertson og Moreno.


Miðjumenn: Keita, Fabinho, Milner, Lallana, Woodburn, Jones, Chirivella og Allan.


Framherjar: Sturridge, Origi, Solanke, Ings, Markovic, Wilson, Ojo, Kent og Camacho.


Hér eru  myndir sem voru teknar á Melwood í dag. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan