| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Rússlandi


Hér lýkur kynningu Liverpool.is á fulltrúum Liverpool á HM í Rússlandi. Áttundi og síðastur í röðinni er egypski konungurinn Mohamed Salah!

Nafn:
Mohamed Salah.

Fæðingardagur: 15. júní 1992.

Fæðingarstaður: Baysoun í Egyptalandi. 

Staða: Framherji.


Félög á ferli: El Mokawloon, Basel, Chelsea, Fiorentina, lán, Roma, fyrst lán, og Liverpool.

Fyrsti landsleikur: 3. september 2011 gegn Síerra Leóne.


Landsleikjafjöldi: 57.

Landsliðsmörk:
33.


Leikir með Liverpool:
52.

Mörk fyrir Liverpool:
44.


Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Enginn leikmaður í sögu Liverpool hefur átt jafn góða fyrstu leiktíð hjá Liverpool. Að minnsta kosti ef miðað er við framherja og skoruð mörk. Hann skoraði 44 mörk og bæði blaðamenn og leikmenn kusu hann besta leikmann deildarinnar. 

Hver eru helstu einkenni okkar manns?
Hann er eldfljótur. Hann hefur mikla knatttækni og er skapandi. Að auki er hann mjög snjall í að koma boltanum í mark andstæðinga sinna.


Hver er staða Mohamed í landsliðinu?
Hann er besti leikmaður Egypta um þessar mundir. Mohamed varð þjóðhetja þegar hann skoraði markið sem kom Egyptum á HM. Hann skoraði það úr vítaspyrnu í viðbótartíma á móti Kongó.  

Hvað um Egyptaland? Liðið er að spila í fyrsta sinn á HM frá því 1990. Liðið er ekki talið eiga möguleika á að komast langt.  

Alþjóðlegir titlar Egyptalands:
Afríkumeistarar:  1957, 1959, 1986, 1998, 2006, 2008 og 2010.

Besti Egypti allra tíma? Ahmed Hassan. Sókndjarfur miðjumaður sem talinn er með betri knattspyrnumönnum sem hafa komið fram í Afríku. Hann varð fjórum sinnum Afríkumeistari með Egyptum. Ahmed lék 184 landsleiki sem er heimsmet í landsleikjafjöllda.

Vissir þú? Mohamed Salah mun hafa fengið næst flest atkvæði í forsetakosningum í Egyptalandi í vetur en var þó ekki í kjöri!  

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/
.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan