| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Rússlandi


Það er farið að líða á seinni hluta kynningarinnar á fulltrúum Liverpool í Rússlandi. Komið er að þeim næst síðasta. Dejan Loven er sá leikmaður. 

Nafn: Dejan Lovren.

Fæðingardagur: 5. júlí 1989.

Fæðingarstaður: Zenica í Bosníu og Hersegóvinu. 

Staða: Miðvörður.


Félög á ferli:
  Dinamo Zagreb, Inter Zapresic, lán, Lyon, Southampton og Liverpool.

Fyrsti landsleikur: 8. október 2009 á móti Katar.


Landsleikjafjöldi: 39.

Landsliðsmörk:
2.

Leikir með Liverpool:
152.

Mörk fyrir Liverpool:
6.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð?
Það gekk ekki vel framan af og eftir nokkur slæm mistök var útlit á að Dejan væri búinn að vera hjá Liverpool. En hann gafst ekki upp, komst aftur í liðið og lék mjög vel eftir áramót.   


Hver eru helstu einkenni okkar manns? Dejan er grjótharður miðvörður. Hann er sterkur skallamaður og mikill baráttumaður. Hann er þó nokkuð mistækur og á til að gera slæm mistök. 

Hver er staða Dejan í landsliðinu? Dejan hefur verið fastamaður í landsliðshópnum síðustu ár.

Hvað um Króatíu? Liðið er mjög sterkt. Það er á meðal bestu liða Evrópu á góðum degi. Liðið er þó heldur óstöðugt. Gæti varið býsna langt ef vel gengur.

Alþjóðlegir titlar Króatíu:
Króatía hefur ekki unnið neina alþjóðlega titla.

Besti Króati allra tíma? 
Davor Šuker er markahæsti leikmaður í sögu Króatíu. Frábær framherji sem varð markakóngur HM í Frakklandi 1998.  


Vissir þú? Fjölskylda Dejan flúði frá Júgóslavíu til Þýskalands út af stríðinu í Bosníu þegar hann var þriggja ára. Þau urðu svo seinna að fara frá Þýskalandi til Króatíu þar sem þau fengu ekki landvistarleyfi til lengri tíma.  

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan