| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Rússlandi


Kynningunni á fulltrúum Liverpool í Rússlandi er framhaldið. Sá sjötti kemur frá Suður Ameríku. Roberto Firmino er næstur á dagskrá. 

Nafn: Roberto Firmino.

Fæðingardagur: 2. október 1991.

Fæðingarstaður: Maceió í Brasilíu. 

Staða: Framerji.

Félög á ferli: Figueirense, Hoffenheim og Liverpool.


Fyrsti landsleikur: 12. nóvember 2014 gegn Tyrklandi.

Landsleikjafjöldi: 21.

Landsliðsmörk:
6.

Leikir með Liverpool: 144.

Mörk fyrir Liverpool: 50.


Hvernig gekk á síðustu leiktíð?
Roberto var hreint út sagt frábær á síðustu leiktíð. Hann skoraði 27 mörk og átti þátt í mörgum til viðbótar. Hver eru helstu einkenni okkar manns?
Hann stoppar aldrei. Roberto er óhemju duglegur og er alltaf að berjast fyrir því að ná boltanum. Hann er skapandi og snjall markaskorari.


Hver er staða Roberto í landsliðinu? Roberto hefur verið fastamaður í landsliðshópnum. Hann er þó ekki alltaf í byrjunarliðinu.

Hvað um Brasilíu?
Liðið er að skríða saman eftir hrakfarirnar á heimavelli fyrir fjórum árum. Liðið er vel mannað og sterkt. Margir telja það geti jafnvel unnið keppnina.  

Alþjóðlegir titlar Brasilíu: Heimsmeistarar: 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. Suður Ameríkumeistarar:  1919, 1922, 1949, 1989, 1997, 1999, 2004 og 2007. Olympíumeistarar: 2016. Álfumeistarar: 1997, 2005, 2009 og 2013.

Besti Brasilíumaður allra tíma? Pele. Af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíu og hefur enginn unnið titilinn oftar. Hann skoraði rúmlega 1000 mörk á ferli sínum! Um síðustu aldamót var hann kjörinn Leikmaður aldarinnar af Aljóðaknattspyrnusambandinu. Ótrúlegur leikmaður!  

Vissir þú? Það var tannlæknir sem kom kom auga á Roberto spila knattspyrnu og fannst hann búa yfir hæfileikum.  

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan