| Grétar Magnússon

Leikjaáætlun næsta tímabils

Í dag kynnti enska úrvalsdeildin niðurröðun leikja sinna fyrir komandi tímabil.  Okkar menn byrja heima gegn West Ham United.



Er þetta í fyrsta sinn síðan tímabilið 2014-15 sem Liverpool spilar á Anfield í fyrsta leik.

Eins og venjulega er horft til stórleikjanna og fyrsti nágrannaslagur tímabilsins verður þann 1. desember á Anfield þegar Everton mæta í heimsókn.  Liðin mætast svo á Goodison Park þann 2. mars.

Manchester United koma í heimsókn á Anfield í desember, nánar tiltekið þann 15. og liðin mætast svo á Old Trafford þann 23. febrúar.

Í október er heimaleikur við Manchester City og á nýársdag mætast svo liðin á Etihad leikvanginum.

Um jólin er þétt spilað eins og venjulega og annan dag jóla er heimaleikur við Newcastle United og þann 29. desember koma Arsenal í heimsókn.  Tímabilið endar svo á heimaleik gegn nýliðum Wolves þann 12. maí.

Rétt er að benda á að allar dagsetningar geta breyst vegna beinna sjónvarpsútsendinga en leikjaniðurröðun Liverpool er eftirfarandi:

Ágúst

11 – West Ham United (H)
18 – Crystal Palace (Ú)
25 – Brighton and Hove Albion (H)

September

1 – Leicester City (Ú)
15 – Tottenham Hotspur (Ú)
22 – Southampton (H)
29 – Chelsea (Ú)

Október

6 – Manchester City (H)
20 – Huddersfield Town (Ú)
27 – Cardiff City (H)

Nóvember

3 – Arsenal (Ú)
10 – Fulham (H)
24 – Watford (Ú)

Desember

1 – Everton (H)
4 – Burnley (Ú)
8 – Bournemouth (Ú)
15 – Manchester United (H)
22 – Wolverhampton Wanderers (Ú)
26 – Newcastle United (H)
29 - Arsenal (H)

Janúar

1 – Manchester City (Ú)
12 – Brighton and Hove Albion (Ú)
19 – Crystal Palace (H)
30 – Leicester City (H)

Febrúar

2 – West Ham United (Ú)
9 – Bournemouth (H)
23 – Manchester United (Ú)
27 – Watford (H)

Mars

2 – Everton (Ú)
9 – Burnley (H)
16 – Fulham (Ú)
30 – Tottenham Hotspur (H)

Apríl

6 – Southampton (Ú)
13 – Chelsea (H)
20 – Cardiff City (Ú)
27 – Huddersfield Town (H)

Maí

4 – Newcastle United (Ú)
12 – Wolverhampton Wanderers (H)



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan