| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Rússlandi


Kynningin á fulltrúum Liverpool í Rússlandi heldur áfram þaðan sem frá var horfið. Trent Alexander-Arnold er fimmti í röðinni hjá okkur. 

Nafn: Trent Alexander-Arnold.

Fæðingardagur:
7. október 1998.

Fæðingarstaður: Liverpool á Englandi. 

Staða: Bakvörður.

Félög á ferli: Liverpool.


Fyrsti landsleikur: 7. júní 2018 gegn Kosta Ríka.


Landsleikjafjöldi: 1.

Landsliðsmörk: 0.

Leikir með Liverpool: 45.

Mörk fyrir Liverpool: 3.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð?
Trnet sprakk út á leiktíðinni. Hann náði fastasæti í liðinu og var frábær eftir áramót. framtíðin virðist björt. 

Hver eru helstu einkenni okkar manns? Hann er eldfljótur og áræðinn. Hann getur spilað sem bakvörður og eins framar á vængnum.


Hver er staða Trent í landsliðinu? Hann er nýliði er lék sinn fyrsta leik núna í mánuðinum.

Hvað um England? Liðið er reynslulítið og verður að teljast ungt og efnilegt. Margir af þessum ungu mönnum eru sprækir. Það er ekki búist við mjög miklu af liðinu. 

Alþjóðlegir titlar Englands: Heimsmeistarar 1966. 

Besti Englendingur allra tíma?
Það er úr mörgum snjöllum leikmönnum að velja. Margir telja þó miðvörðinn frábæra Bobby Moore, sem lék með West Ham United og Fulham, þann allra besta. Hann var fyrirliði Englendinga þegar þeir urðu heimsmeistarar 1966. Bobby var einn manna heiðraður með styttu við nýja Wembley leikvanginn þegar hann var reistur. . 

Vissir þú? Trnet hefði getað spilað með Bandaríkjunum þar sem hann er ættaður þaðan.  

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan