| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Rússlandi


Kynningin á fulltrúum Liverpool í Rússlandi heldur áfram. Serbinn ungi Marko Grujic er þriðji í röðinni. 

Nafn:
Marko Grujic.

Fæðingardagur: 13. apríl 1996.

Fæðingarstaður: Belgrad í Serbíu. 

Staða: Miðjumaður.


Félög á ferli: Red Star Belgrade, Kolubara, lán, Cardiff City, lán, og Liverpool.

Fyrsti landsleikur: Í maí 2016 gegn Kýpur.

Landsleikjafjöldi: 8.

Landsliðsmörk: 0.


Leikir með Liverpool: 14.

Mörk fyrir Liverpool: 0.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð?
Hann lék nokkra leiki framan af leiktíð en var svo lánaður til Cardiff City. Þar stóð hann sig mjög vel og átti þátt í að liðið komst upp í efstu deild. Hver eru helstu einkenni okkar manns?
Hann er hávaxinn og öflugur miðjumaður sem erfitt er að eiga við.  

Hver er staða Marko í landsliðinu? Hann er einn af efnilegri leikmönnum Serbíu og hefur verið valinn í aðallandsliðið síðustu mánuði.

Hvað um Serbíu? Liðið er býsna sterkt en ekki er búist við að þeir nái langt. 

Alþjóðlegir titlar Serbíu:
Fram til þessa hefur Serbía ekki unnið alþjóðlega titla en Júgóslavar urðu Olympíumeistarar 1960. Serbía var hluti af Júgóslavíu á sínum tíma. 

Besti Serbi allra tíma? Það er nú ekki gott að segja en Dejan Stankovic átti glæsilegan feril. Hann er leikjahæsti Serbi frá upphafi. 

Vissir þú? Marko varð heimsmeistari með undir 20 ára landsliði Serba árið 2015. 

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan