| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Rússlandi


Kynningunni á fulltrúum Liverpool í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar heldur áfram. Annar í röðinni er Sadio Mané framherji Senegal. 

Nafn:
Sadio Mané.

Fæðingardagur:
10. apríl 1992.

Fæðingarstaður: Sédhiou í Senegal. 

Staða:
Sóknarmaður.


Félög á ferli:
Metz, Red Bull Salzburg, Southampton og Liverpool.

Fyrsti landsleikur:
25. maí 2012 gegn Marokkó.

Landsleikjafjöldi:
49.

Landsliðsmörk: 14.


Leikir með Liverpool:
73.

Mörk fyrir Liverpool: 33.


Hvernig gekk á síðustu leiktíð?
Sadio var svolítið lengi í gang. Hann fór í leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli á móti Manchester City. Svo voru meiðsli að stríða honum. En hann náði sér smá saman á strik og endaði með 20 mörk sem var vel af sér vikið. Hann hefur nú skorað flest mörk Senegala í ensku Úrvalsdeildinni. 

Hver eru helstu einkenni okkar manns? Hann er stæðilegur sóknarmaður sem hefur mjög góða skottækni. Sadio er fljótur með boltann og mjög kraftmikill.  

Hver er staða Sadio í landsliðinu? Hann er fastamaður og einn besti leikmaður sinnar þjóðar.

Hvað um Senegal?
Liðið er með þeim sterkari í Afríku en það er ekki reiknað með að þeir fari ýkja langt. 

Alþjóðlegir titlar Senegal: Fram til þessa hefur Senegal ekki unnið alþjóðlega titla.

Besti Senegali allra tíma?
Það er nú ekki gott að segja en Henri Camara er leikjahæsti landsliðsmaður Senegal frá upphafi vega. Hann er búinn að vera lengi að og spilaði á HM 2002. 


Vissir þú? Pabbi Sadio var ekki hrifinn af því að hann stundaði íþróttir þegar hann var lítill en sem betur fer hlýddi hann pabba sínum ekki. 

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan