| Grétar Magnússon

Fyrstu fjórir leikirnir á Englandi

Í vikunni tilkynnti félagið að fjórir æfingaleikir verða spilaðir á Englandi skömmu eftir að leikmenn snúa aftur til æfinga í byrjun júlí.


Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins verður gegn Chester FC laugardaginn 7. júlí klukkan 14:00 að íslenskum tíma.  Er þetta í fyrsta sinn sem liðin leiða saman hesta sína á undirbúningstímabili Liverpool.

Þriðja sumarið í röð er svo leikið við Tranmere Rovers en sá leikur verður miðvikudaginn 11. júlí og hefst klukkan 18:30.  Árið 2016 vannst 0-1 sigur og í fyrra vann Liverpool 0-4.

Þriðji leikurinn er svo við Bury laugardaginn 14. júlí klukkan 14:00.  Liðin mættust síðast árið 1962 þegar Bill Shankly leiddi Liverpool til 0-3 sigurs.

Síðasti leikurinn af þessum fjórum er svo gegn Blackburn Rovers á Ewood Park.  Blackburn hafa síðustu ár verið í neðri deildum Englands eftir að hafa fallið úr deildinni árið 2012.  Liðin mættust síðast árið 2015 í FA bikarnum, nánar tiltekið í 6. umferð í endurteknum leik þar sem Liverpool vann 0-1.

Eftir þessa fjóra leiki heldur liðið svo í æfingaferð til Bandaríkjanna og eftir það er svo leikur á Írlandi gegn Napoli þann 4. ágúst.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan