| Sf. Gutt

Af leikmannamálum


Nú þegar keppnistímabilinu er lokið hefjast fyrir alvöru vangaveltur um vistaskipti leikmanna. Liverpool hefur nú þegar tryggt sér tvo leikmenn. Nabil Keita verður leikmaður Liverpool 1. júlí en vistaskipti hans frá Leipzig voru frágengin í fyrra. Í síðasta mánuði keypti Liverpool svo Fabinho frá Monaco.

Um þessar mundir er helst verið að tala um að Liverpool vilji kaupa franska landsliðsmanninn Nabil Fekir frá Lyon. Hann er framsækinn miðjumaður. Hann hefur verið orðaður við Liverpool síðustu vikurnar og svo langt átti að vera komið að hann væri að fara í læknisskoðun. Svo hefur enn ekki orðið og kannski skýrist málið ekki fyrr en eftir HM.


Það er næsta víst að Liverpool vill kaupa markmann. Helst er talað um Alisson markmann Roma. Fjölmiðlar telja líkur á að Liverpool gæti náð samningum við Roma um Brsilíumanninn. Liverpool skoraði reyndar sjö sinnum hjá honum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en hann er samt talinn í hæsta gæðaflokki. 

Jan Oblak er markmaður Atletico Madrid og er talið að Liverpool hafi áhuga á honum. Slóveninn er þó talinn mun dýrari en Alisson og eins mun hafa hafa gert nýjan samning við Evrópudeildarmeistarana í vor. 


Búist er við að einhverjir yfirgefi Liverpool. Það er bara tímaspursmál um Emre Can en hann fer nær örugglega til Juventus. Eins er næsta víst að Simon Mignolet leiti á ný mið. Daniel Sturridge, Jon Flanagan og Lazar Markovic fara líklega líka. 

Allt kemur þetta í ljós á næstu vikum.   
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan