| Sf. Gutt

Bræður munu berjast á AnfieldBræður munu berjast á Anfield Road á sunnudaginn. Tveir leikmenn Liverpool spila þá á heimavelli sínum með landsliðum sínum. Að auki kemur fyrrum leikmaður Liverpool heim. 

 Brasilía og Króatía mætast sem sagt á Anfield Road á sjómannadaginn. Roberto Firmino og Dejan Lovren eru í landsliðum sínum. Philippe Coutinho, leikmaður Barcelona, er í brasilíska liðinu. Leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi. Eins og allir vita þá er Króatía með íslenska landslinu í riðli á HM.


Það er af Philippe Coutinho að segja að hann varð bæði spænskur meistari og bikarmeistari með Barcelona á leiktíðinni. Hann þótti standa sig bærilega en þó ekki framúrskarandi. 

Það er vel við hæfi að landsleikur skuli fara fram á Anfield Road 3. júní. Dagurinn er opinber afmælisdagur Liverpool Football Club!


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan