| Sf. Gutt

Mohamed gæti náð HM


Nýjustu fréttir af axlarmeiðslum Mohamed Salah kveða á um að hann geti hugsanlega tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi. Eins og allir vita þá varð Mohamed að fara af velli í Kiev í úrslitaleiknum um Evrópubikarinn eftir að Sergo Ramos braut illa á honum. 

Í dagbirtist tilkynning frá Knattspyrnusambandi Egyptalands. Í henni er sagt að Mohamed muni líklega geta tekið þátt í HM þar sem hann ætti að vera orðinn leikfær eftir þrjár vikur. Reyndar er tekið fram að vonandi muni hann vera búinn að ná sér eftir þrjár vikur. Ekkert er þó öruggt með bata og tíminn leiðir þetta allt í ljós. Það er því ekki útikolað að fautaskapur Segio verði þess valdandi að Mohamed geti ekki spilað á fyrsta HM Egypta fá því 1990.




 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan