| Sf. Gutt

Mohamed kjörinn leikmaður Úrvalsdeilarinnar


Verðlaun og viðurkenningar streyma að til Mohemed Salah. Hann hefur verið kjörinn Leikmaður Úrvalsdeildarinnar fyrir leiktíðina 2017/18. Mohamed sagði eftir kjörið. 

,,Ég er mjög hamingjusamur. Það er heiður að fá þessi verðlaun. Ég hafði alltaf hug á því að koma aftur í Úrvalsdeildina og sýna fólki, sem sagði að mér hefði mistekist fyrst þegar ég spilaði í deildinni, að ég gæti eitthvað."

Sex leikmenn voru tilnefndir. Það voru þeir Kevin De Bryne og Raheem Sterling báðir frá Manchester City. David De Gea - Manchester United, Harry Kane - Tottenham Hotspur, James Tarkowski - Burnley og Mohamed. 

Mohamed er þriðji leikmaður Liverpool til að hljóta þessa viðurkenningu. MIchael Owen fékk hana 1997/98 og Luis Suarez 2013/14.


Það er líka kosið um Framkvæmdastjóra Úrvalsdeildarinnar. Pep Guardiola framkvæmdastjóri Englands- og Deildarbikarmeistara Manchester City varð fyrir valinu. Jürgen Klopp var tilnefndur ásamt sex öðrum. Fyrir utan Pep og Jürgen voru þeir Rafael Benítez - Newcastle United, Shaun Dyche - Burnley, Roy Hodgson - Crystal Palace og Chris Hughton - Brighton and Hove Albion tilnefndir.  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan