| Sf. Gutt

Jordan og Trent valdir í enska landsliðið

Gareth Southgate landsliðsþjálfari er búinn að tilkynna enska landsliðshópinn sem fer til Rússlands í sumar. Tveir leikmenn Liverpool eru í hópnum. Þetta eru þeir Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold.


Jordan Henderson hefur leikið 36 landsleiki og er einn leikreyndasti maður liðsins. Hann gæti hugsanlega verið fyrirliði enska liðsins í Rússlandi. 


Trent Alexander-Arnold er nýliði í enska aðallandsliðinu. Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Englands og nú síðast undir 21. árs liðinu. Val hans kemur nokkuð á óvart en vissulega er hann búinn að vera frábær hjá Liverpool.  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan