| Sf. Gutt

Suður í sólina!


Jürgen Klopp og föruneyti hans hélt til Spánar í dag þar sem æft verður næstu daga. Liðið mun æfa og slaka á næstu daga á Marbella á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Leikmenn Liverpool munu hafa fengið frí í tvo daga eftir stórsigurinn á Brighton um síðustu helgi en nú hefst undirbúningur fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni fyrir alvöru. 

Allir leikmenn aðalliðsmenn Liverpool fóru með. Tekið var fram að Emre Can hefði verið með í för en hann er á batavegi eftir meiðsli. Varla er þó hægt að reikna með að hann komi til álita í liðshópinn fyrir úrslitaleikinn í Kiev. Voandi verður dvölin á Marbella gagnleg fyrir Jürgen og menn hans.

Hér má sjá myndir af Liverpoolfc.com frá Marbella í dag.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan